Welcom to the Icelandic website for campingtravellers.
For english speaking follow the english flag and for general information go to Information Center on the left.

Velkomin á íslenska tjaldsvæðavefinn.
 

Hér finnur þú upplýsingar um tjaldsvæði eftir landshlutum ásamt ýmsum ferðaupplýsingum, reglum og heilræðum til ferðamanna.  Á Íslandi eru ótal tjaldsvæði, eins mismunandi og fjöldi þeirra.  Hvert og eitt hefur sína sérstöðu sem helgast af staðsetningu, reglum og þjónustustigi.

Ertu að selja eða leigja tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl ?  Skráðu þig á Camping.is 

Eftir því sem þú ferð víðar um landið og reynir fleiri tjaldsvæði, kemst þú að raun um hvað landið okkar er fjölbreytt.  Enginn staður er eins og ekkert tjaldsvæði er eins.  Þú getur ferðast endalaust um Ísland og alltaf fundið nýja staði og nýja upplifun.

Hafðu í huga þegar þú ferðast er Ísland, að nauðsynlegt er að athuga  að færð vega, sem og almennt að veðri.  Ekki allir vegir eru fólksbílafærir hérlendis og á mörgum leiðum geta verið ár og lækir sem erfitt getur verið að komast yfir.  Miklar rigningar geta breytt saklausum lækjum í vatnsmiklar ár og þurrkar geta orðið þess valdandi að lækir þorna upp.  Náttúra Íslands breytist ár frá ári, dag frá degi allt eftir náttúruöflunum, veðri og vindum.  Það sem var í gær er ekki endilega í dag, mundu það.


Mikilvægt að muna

Mikilvægt er að venja sig á að hafa góð kort meðferðis og eins nýlegt og hægt er að nálgast. 

Alltaf að hafa sjúkrakassa meðferðis. 

Ef ferðast á utan almannaleiðar þá er mikilvægt að láta vita af ferðum sínum og hafa tæki eins og GPS, talstöð eða síma meðferðis.

UMFRAM ALLT AÐ HAFA GÓÐA SKAPIÐ OG TILLITSEMINA MEÐ Í FÖR OG NJÓTA.

Lögmál ferðamannsins

1. Göngum ávallt frá áningarstað eins og við viljum koma að honum
2. Skiljum ekki eftir rusl á víðavangi né urðum það.
3. Kveikjum ekki eld á grónu landi.
4. Rífum ekki upp grjót, né hlöðum vörður að nauðsynjalausu.
5. Spillum ekki vatni, né skemmum lindir, hveri eða laugar.
6. Sköðum ekki gróður.
7. Truflum ekki dýralíf.
8. Skemmum ekki jarðmyndanir.
9. Rjúfum ekki öræfakyrrð að óþörfu.
10. Ökum ekki utan vega.
11. Fylgjum merktum göngustígum þar sem þess er óskað.
12. Virðum friðlýsingarreglur og tilmæli landvarða

Þetta eru umgengnisreglur Umhverfisstofnunar www.ust.is