Hvar má tjalda og hvar ekki.........

Leyfilegt er að tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Ef tjalda á nærri húsi þarf að fá leyfi landeigenda. Alltaf þarf leyfi ef tjöldin eru fleiri en þrjú og tjalda á lengur en í þrjá daga.

Leyfilegt er að tjalda við vegi utan hins almenna vegakerfis ef ekki gilda sérstakar reglur um svæðið sem ferðast er um.

Leyfilegt er að tjalda nálægt þjóðvegi á óræktuðu landi.

Ef á að tjalda á ræktuðu landi þá þarf alltaf að fá leyfi landeigenda.

Alltaf ber að fylgja reglum hvers tjaldsvæðis ef þær eru til.

Landeigendur geta bannað ferðamönnum að tjalda á viðkvæmum svæðum þar sem hætta er á jarðvegsskemmdum.

Ef landeigendur eru með tjaldsvæði á landi sínu hafa þeir heimild til þess að rukka fyrir þá þjónustu.

Alltaf ber að skilja við tjaldsvæði í sama ástandi og að því var komið.