Reglur um akstur og umgengni í náttúr Íslands

Allur akstur utan vega og merktra slóða er bannaður á Íslandi. Hjólför í viðkvæmum jaðvegi landsins getur tekið óratíma að laga sig og hætt við að atburðarás rofs og uppblásturs fari af stað sem ekki verður séð fyrir endann á.

Varkárni skal gætt við akstur í ám á Íslandi og huga skal að hvernig farartæki þarf til þess. Margar ár á landinu eru straumharðar og djúpar og þær geta breyst á svipstundu hvað varðar rennsli og vað.  Best er að fara yfir á broti, en þar er venjulega grynnst. Þar sem áin er lygn er venjulega dýpst.  Best er að keyra með straumi þ.e. niður ána.  Loftinntak bíls/jeppa þarf alltaf að vera ofan vatns því annars getur vélin skemmst. 
Best er að vaða ána fyrst. Ef ekki er hægt að vaða ána er ekki ráðlagt óbreyttum bílum/jeppum að fara yfir hana.

Akstur á snjó utan þéttbýlis er leyfilegur ef snjóalög eru næg til þess að koma í veg skemmdir á landinu. Best er að jörð sé snævi þakin og frosin. Undantekning eru skíðasvæði landsins.

Hafa skal í huga að bifreiðatryggingar ná oftast ekki yfir akstur annars staðar en á aðalvegakerfi landsins.

Skilja skal við áningarstað þ.e. tjaldstæði eða aðra áningarstaði, eins og komið er að honum. Taka skal allt rusl með sér ef ekki er ruslatunna á svæðinu. Góð regla er að skilja við eins og enginn hafi þar verið.

Heimilt er mönnum utan þéttbýlis, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum um óræktað land og dveljast þar.

Hjólreiðamenn skulu fylgja skipulögðum reiðhjólastígum eins og kostur er.

Hestamenn á hestum sínum skulu fylgja skipulögðum reiðstígum eins og kostur er.  Ef farið er um hálendi eða önnur ógróin svæði skal flytja fóður meðferðis.
Heimilt er að slá upp aðhöldum eða næturhólfum að fengnu leyfi eiganda eignarlands. Varast skal þó að spilla náttúru landsins og á hálendi skal staðsetning valin á ógrónu landi.

Þegar farið er um eða dvalist er á náttúruverndarsvæðum skal haft samráð við landverði eða umsjónaraðila.

Heimilt er að tjalda við alfaraleið í byggð á óræktuðu landi hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur. Ef tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ skal leita leyfis landeiganda eða rétthafa. Alltaf skal fá leyfi séu tjöldin fleiri en þrjú og tjaldað er til lengur en einnar nætur.  Við alfaraleið í óbyggðum er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum. 

Utan alfaraleiða í óbyggðum er heimilt að tjalda göngutjaldi nema sérstakar reglur séu á svæðinu.  Alltaf verður að fá leyfi landeiganda til þess að tjalda á ræktuðu landi.

Alltaf skal fara eftir reglum um bann við akstri utan vega og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á tjaldstað.
Landeigandi getur takmarkað eða bannað tjöld þegar sérstaklega stendur á s.s hætta á að náttúra geti beðið tjón.

Ef landeigandi hefur útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina tjaldferðamönnum þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar.
Gangandi mönnum er heimilt að fara um vatns-, ár- og sjávarbakka enda óheimilt að girða þar svo það hindri gangandi umferð.

Berja-, sveppa-, fjallgrasa- og jurtatýnsla er öllum heimil í þjóðlendum og afréttum. Týnsla í eignarlandi er háð leyfi landeiganda.

Týnsla sölva, þangs, þara og annars fjörugróðurs er öllum heimil í fjörum þjóðlendna. Týnsla í fjörum eignarlanda er háð leyfi landeiganda.